
Upphafið
Hlutafélagið Gjögur var stofnað af heimamönnum á Grenivík árið 1946. Forustu um stofnun félagsins höfðu þeir Þorbjörn Áskelsson og Jóhann Adolf Oddgeirsson.
Fyrstu skip félagsins voru tveir 65 tonna eikarbátar frá Landssmiðjunni, Vörður TH-4 og Von TH-5, sem voru afhentir snemma árs 1947.
Frá 1956 til ársins 2016 átti félagið saltfiskhús í Grindavík, þaðan sem skip félagsins hafa lengst um verið gerð út.


Nútíminn
Í dag starfrækir Gjögur hf fiskvinnsluhús á Grenivík sem er vel útbúið tækjum til að framleiða fjölbreyttar fiskafurðir. Um 30 starfsmenn starfa í fiskvinnslunni.
Togskip félagsins, Áskell og Vörður eru gerð út frá Grindavík og áhafnir að mesta skipaðar þaðan.
Hákon ÞH 250 er á uppsjávarveiðum og er áhöfnin frá Grenivík og Eyjafjarðarsvæðinu.
Framtíðin
Eigendur Gjögurs hf eru ávalt að leita leiða til að ná fram hagkvæmni og auka virði afla sem veiddur er. Þróun í vinnslu ferskra og frosinna afurða er sífellt veitt athygli til að tryggja sem bestu gæði til kaupenda erlendis.
Hluti af þeirri stefnu er að fjárfesta í nútímalegum skipakosti þar sem vel fer um sjómenn sem starfa fyrir fyrirtækið og aflann sem veiðist.


Stjórnendur og stjórn
Ingi Jóhann Guðmundsson framkvæmdastjóri
Anna Guðmundsdóttir fjármálastjóri
Freyr Njálsson tæknistjóri
Stjórn félagsins skipa
Njáll Þorbjörnsson stjórnarformaður
Anna Guðmundsdóttir
Aðalheiður Jóhannsdóttir